Wolves 0 – 4 Manchester City
0-1 Erling Haaland(’34)
0-2 Tijani Reijnders(’37)
0-3 Erling Haaland(’61)
0-4 Rayan Cherki(’81)
Manchester City var í miklu stuði í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en liðið heimsótti Wolves.
City var í engum vandræðum með Wolves í þessum leik og vann sannfærandi 4-0 sigur.
Erling Haaland byrjar tímabilið vel en hann gerði tvennu í leiknum en var tekinn af velli á 66. mínútu.
Rayan Cherki komst á blað í sínum fyrsta deildarleik en hann kom til City frá Lyon í sumar.