Liverpool 4 – 2 Bournemouth
1-0 Hugo Ekitike(’37)
2-0 Cody Gakpo(’49)
2-1 Antoine Semenyo(’65)
2-2 Antoine Semenyo(’76)
3-2 Federico Chiesa(’88)
4-2 Mohamed Salah(’90)
Fyrsta leik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en Liverpool spilaði þar við Bournemouth.
Það var mikið fjör í fyrsta leiknum en honum lauk með 4-2 sigri Liverpool á Anfield.
Bournemouth veitti Liverpool alvöru keppni í þessum leik en eftir að hafa lent undir jafnaði liðið í 2-2.
Antoine Semenyo gerði bæði mörk Bournemouth til að jafna metin og stefndi lengi vel í jafntefli í viðureigninni.
Federico Chiesa kom Liverpool svo yfir á 88. mínútu en hann hafði verið inná í um fjórar mínútur.
Mohamed Salah sá svo um að gulltryggja sigurinn í uppbótartíma og lokatölur 4-2.