Will Wright, 17 ára gamall leikmaður Salford, er á leið til Liverpool.
Wright virtist vera á leið til Arsenal, en Salford hafði samþykkt 200 þúsund punda tilboð stórliðsins.
Sjálfur vildi leikmaðurinn þó halda sig norðar á Englandi, nálægt heimili sínu í Salford og fer hann til Liverpool.
Wright er á leið í læknisskoðun hjá Liverpool áður en hann verður formlega kynntur til leiks hjá félaginu.
Mun kappinn spila með U-21 árs liði Liverpool til að byrja með.