fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Sú besta í heimi sögð bitur eftir þessi ummæli

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 28. júlí 2025 14:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enskir knattspyrnustuðningsmenn eru margir hverjir ósáttir við ummæli Aitana Bonmati, skærustu stjörnu Spánverja, eftir úrslitaleik liðanna á EM í gær.

England vann heimsmeistarana eftir vítaspyrnukeppni, þar sem Bonmati klikkaði til að mynda, en hún er af mörgum talin besta knattspyrnukona heims og hlaut hún Ballon d’Or verðlaunin fyrir síðasta ár.

Enska liðið var ekki allt of sannfærandi allt mótið en varði titil sinn frá því 2022 þrátt fyrir það.

„Enska liðið getur spilað illa en samt unnið. Þannig hefur það verið allt mótið en svona er fótbolti, stundum þurfa lið ekki að gera mikið til að vinna,“ sagði Bonmati eftir leik.

Enskir netverjar létu hana margir hverjir heyra það fyrir þessi ummæli, eins og miðlar ytra hafa vakið athygli á. Var hún til að mynda sögð tapsár og bitur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp
433Sport
Í gær

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“
433Sport
Í gær

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn