England er Evrópumeistari kvenna og náði að verja eigin titil en úrslitaleikurinn í Sviss fór fram í kvöld.
England spilaði við Spán í úrslitum en þær spænsku eru taldnar vera með besta kvennalandslið heims.
England kom mörgum á óvart og vann viðureignina en úrslitin réðust að lokum í vítaspyrnukeppni.
Venjulegum leiktíma lauk með 1-1 jafntefli og var framlengingin nokkuð róleg en þær spænsku voru mun hættulegri.
Spánverjar klikkuðu á þremur vítaspyrnum í vítakeppninni og hefur England betur þrátt fyrir að hafa klikkað á tveimur spyrnum.