Liverpool er talið vilja halda sóknarmanninum Luis Diaz af einni ástæðu en það eru laun leikmannsins hjá félaginu.
Þetta kemur fram í Bild í Þýskalandi en Diaz er mikilvægur hlekkur í liði Liverpool og er á óskalista Bayern Munchen.
Diaz skrifaði undir fimm ára samning við Liverpool á sínum tíma og fær 55 þúsund pund á viku sem er mjög lágt miðað við hlutverk hans í liðinu.
Liverpool er opið fyrir því að selja Diaz fyrir rétt verð en talið er að Bayern sé að bíða eftir að sá verðmiði lækki.
Diaz fær allt að fimm sinnum lægri laun en aðrir lykilmenn Liverpool en hann gæti kostað allt að 85 milljónir evra.
Bayern er opið fyrir því að borga 75 milljónir fyrir leikmanninn en hvort Liverpool lækki sinn verðmiða er óljóst.La