Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Diljá Ýr Zomers er á leið á sitt fyrsta stórmót, en hún er í landsliðshópnum sem hefur leik á EM á miðvikudag.
„Það er svo gaman að vera með þessum hópi og það er alltaf stemning hjá okkur. Þetta er mögnuð tilfinning. Ég er fyrst og fremst stolt og þakklát fyrir að vera hérna,“ sagði hún við 433.is í dag.
Diljá var í kapphlapi við tímann upp á að ná mótinu, en hún er búin að vera að glíma við meiðsli.
„Það má segja það – og ég vann,“ sagði Diljá enn fremur, létt í bragði.
Ísland hefur sem fyrr segir leik á miðvikudag. Liðið mætir þar Finnum og er svo einnig með Sviss og Noregi í riðli.