fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Myndband: Ósáttur Jón vekur athygli á subbulegu broti í Úlfarsárdal – „Þetta er glötuð framkoma“

433
Sunnudaginn 22. júní 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki ólíklegt að Elaina LaMacchia, markvörður Fram, sé á leið í leikbann fyrir groddaralegt brot í tapi gegn Þrótti á föstudag.

Leiknum lauk með 1-3 sigri Þróttar en snemma leiks hefði Elaina getað fengið reisupassann ef Bríet Bragadóttir dómari hefði séð þegar hún togaði Sæunni Björnsdóttur niður á hárinu.

„Markvörður Fram sýndi af sér ákaflega óíþróttamannslega framkomu í fyrri hálfleik og reif leikmann Þróttar niður á hárinu. Dómarar sáu ekkert og markvörður Fram fær því að standa í markinu í síðari hálfleik.

Þetta er glötuð framkoma hjá góðum markverði. Fer hún í bann þó ekkert hafi verið dæmt?“ skrifar Jón Ólafsson tónlistarmaður í hálfleik um málið, auk þess að birta myndband af því, en hann er harður stuðningsmaður Þróttar.

Ekki er ósennilegt að aganefnd KSÍ taki málið fyrir. Vísir vekur athygli á að Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, hafi verið dæmd í tveggja leikja bann fyrir að toga í hár andstæðings fyrir tveimur árum. Í því tilviki, líkt og í þessu, fór atvikið framhjá dómara leiksins.

Undir færslu Jóns hér að neðan má sjá atvikið úr útsendingu SÝN, sem birtist á Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfest að Kobbie Mainoo hefur óskað eftir því að fara frá United fyrir mánudag

Staðfest að Kobbie Mainoo hefur óskað eftir því að fara frá United fyrir mánudag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Allt klappað og klárt – United tekur tilboði Chelsea í Garnacho

Allt klappað og klárt – United tekur tilboði Chelsea í Garnacho
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fær að dvelja í London næstu daga – Tottenham komið í slaginn við Chelsea

Fær að dvelja í London næstu daga – Tottenham komið í slaginn við Chelsea
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íslendingar að störfum í Sviss

Íslendingar að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Úrslitaleikurinn fluttur fram um þrjá tíma

Úrslitaleikurinn fluttur fram um þrjá tíma
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leikmenn United mættu þungir á brún til vinnu eftir niðurlæginguna – Myndir

Leikmenn United mættu þungir á brún til vinnu eftir niðurlæginguna – Myndir