Íslenska kvennalandsliðið er komið saman í Þrándheimi til undirbúnings fyrir leikinn við Noreg í Þjóðadeild UEFA.
Liðin mætast á föstudag á Lerkendal leikvanginum og hefst leikurinn kl. 18:00 að íslenskum tíma.
Staðan í riðlinum er þannig að Frakkar eru efstir með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir, Norðmenn eru með fjögur stig, Íslendingar þrjú og Svisslendingar neðstir sem stendur með tvö stig.
Lokaumferðin í riðlinum fer síðan fram á þriðjudag í næstu viku og þá tekur íslenska liðið á móti Frökkum á Laugardalsvelli.