FC Bayern er að reyna að kaupa Coady Gakpo frá Liverpool og er hann sagður efstur á óskalista félagsins í sumar.
Gakpo kom að 24 mörkum hjá Liverpool á liðnu tímabili þar sem liðið varð enskur meistari.
Christian Falk hjá Bild segir frá þessu og yfirleitt er hægt að taka mark á fréttum frá honum.
Gakpo er öflugur á vinstri vængnum og gæti hann myndað öfluga sóknarlínu með Harry Kane fremstan í flokki.
Liverpool er að versla nokkra leikmenn í sumar en ekki er vitað hvort félagið hefði áhuga á að selja Gakpo.