fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Skelfingin í Liverpool: Fólkið reyndi að ráðast á árásarmanninn – Lögreglan kom honum í burtu í sjúkrabíl

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. maí 2025 20:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefði lögreglan ekki verið fljót að umkringja bíl árásarmannsins í Liverpool í kvöld hefði hann líklega verið myrtur.

Fólk reyndi að brjóta sér leið inn í bíl mannsins eftir að hann keyrði niður hóp fólks sem var að fagna meistaraliði Liverpool.

Breskir fjölmiðlar greina frá því að 53 ára hvítur, breskur karlmaður, sem er frá Liverpool-svæðinu, hafi verið handtekinn vegna gruns um aðild að málinu. Ekki liggur fyrir hvort hann ók bílnum. Lögregla hefur staðfest aldur og uppruna hins handtekna.

„Drepið hann, drepið hann,“ heyrist fólk öskra þegar bílinn hafði stöðvast.

Lögreglan fór svo með árásarmanninn burt á sjúkrabíl þar sem fólk reyndi að komast að honum eins og sjá má hér að neðan.

Liverpool FC. segir í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að félagið muni styðja við vinnu viðbragðsaðila í einu og öllu og hugur þess sé hjá þeim sem ekið var á.

Ekki liggur fyrir á þessari stundu hversu margir eru slasaðir og þá hversu illa og hvort einhverjir eru látnir. Lögregla hefur beðið fólk að vera ekki með getgátur opinberlega um hvað manninum gekk til. Því hefur ranglega verið haldið fram á samfélagsmiðlum að hinn handtekni sé hælisleitandi en lögreglan á svæðinu hefur eins og áður segir staðfest í yfirlýsingu að maðurinn sé Breti og heimamaður, frá Liverpool-svæðinu í þokkabót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Líklegt að De Bruyne verði frá í nokkra mánuði

Líklegt að De Bruyne verði frá í nokkra mánuði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney