Mark Bowen fyrrum starfsmaður hjá Manchester City hefur sagt frá því hvernig félagið gerði óvart tilboð í Lionel Messi árið 2008.
Eigendur Manchester City frá Mið-Austurlöndum vildu kaupa stjörnu eftir að þeir eignuðust félagið.
Félagið endaði á að kaupa Robinho frá Real Madrid en tilboðin flugu út um allt og meðal annars fór óvart tilboð í Messi.
„Við reyndum ekki að kaupa hann í raun, eigendurnir vildu gera eitthvað. Þetta var síðasti dagur gluggans,“ sagði Bowen
„Við vorum með fjögur tilboð úti í leikmenn og allt í kringum 35 milljónir punda. Við buðum í Berbatov, Ribery og þau flugu út um allt.“
„Það var mikið að gera á skrifstofunni og einhver snéri sér við og sagði að þetta væri að verða „Messy“. Næsta sem við vitum er að forsetinn frá Barcelona er að segja hvað við séum að gera, það var einhver sem sendi fax á þá að við vildum kaupa Messi á 35 milljónir punda.“
🗣️ „Who do you think you are? You can’t buy Messi.“
Mark Bowen on how Manchester City accidentally bid for Lionel Messi. 🤣#NoTippyTappyFootball pic.twitter.com/P3fOeu5Psk
— No Tippy Tappy Football (@NoTippyTappyPod) May 22, 2025