fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
433Sport

Sara Björk segir frá sláandi uppákomu í Sádi-Arabíu – „Þeir kölluðu bara á mig að koma mér út“

433
Mánudaginn 26. maí 2025 12:04

Sara Björk Gunnarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Björk Gunnarsdóttir lék með sádiarabíska liðinu Al-Qadsiah í vetur, en eins og flestir vita er mikill menningarmunur þar og á því sem við eigum að venjast.

Sara segir í samtali við Vísi að sér og fjölskyldu hennar hafi almennt liðið vel í Sádí en menningarmunurinn kom bersýnilega í ljós þegar hún fór eitt sinn í stuttbuxum í verslunarmiðstöð.

„Ég ákvað að fara í stuttbuxum. Svo löbbum við inn um hliðið og það er horft vel á mig. Árni (Vilhjálmsson maður hennar) segir: „Ég held að þú hefðir ekki átt að fara í stuttbuxum“ en ég hugsaði að þetta væri í lagi og við ætluðum í eitthvað leikjaland þarna með Ragnar,“ sagði Sara við Vísi.

„Bæði konur og karlar horfðu á mig þarna. Við drifum okkur samt í þetta leikjaland og sátum þar og drukkum kaffi þegar það komu þrír öryggisverðir. Þeir sögðu eitthvað á arabísku við afgreiðslukonuna og hún kom og sagði að ég yrði að fara út úr verslunarmiðstöðinni. Ég gæti ekki verið þarna í stuttbuxum.“

Sara reyndi að stökkva í næstu búð og kaupa sér buxur. „Þeir kölluðu bara á mig að koma mér út og ég reyndi að sýna þeim að ég þyrfti bara að komast í buxurnar. Þeir hristu bara hausinn en ég komst svo inn á salerni og í buxurnar.

Þetta var eina svona sem ég hef lent í þarna og maður sýnir auðvitað virðingu fyrir þeim reglum sem eru í landinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United á að hafa spurst fyrir um þrítugan miðjumann

United á að hafa spurst fyrir um þrítugan miðjumann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Setja miðjumann Aston Villa efstan á óskalista

Setja miðjumann Aston Villa efstan á óskalista
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Í forgangi hjá Liverpool að finna framherja – Óvænt nafn á blaði

Í forgangi hjá Liverpool að finna framherja – Óvænt nafn á blaði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Árni rekinn úr Árbænum í gær – Þetta er sagt hafa spilað stórt hlutverk í þeirri ákvörðun

Árni rekinn úr Árbænum í gær – Þetta er sagt hafa spilað stórt hlutverk í þeirri ákvörðun
433Sport
Í gær

Modric búinn að krota undir

Modric búinn að krota undir
433Sport
Í gær

Staðfestir félagaskipti til Arsenal

Staðfestir félagaskipti til Arsenal
433Sport
Í gær

Horfa til Arsenal ef Diaz kemur ekki

Horfa til Arsenal ef Diaz kemur ekki
433Sport
Í gær

Varð rennandi blautur í beinni útsendingu – Sjáðu skondið myndband

Varð rennandi blautur í beinni útsendingu – Sjáðu skondið myndband