fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Farsi í Sádí Arabíu – Þrjú stig tekin af Jóhanni og félögum sem féllu um deild

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. maí 2025 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Al-Orobah í Sádí Arabiu féll úr Ofurdeildinni en síðasta umferðin fór fram í dag. Liðinu varð þó ljóst í gær að það væri fallið, Jóhann Berg Guðmundsson leikur með liðinu.

Orobah átti möguleika á að bjarga sér með sigri í síðustu umferð þar sem liðið vann í reynd sigur. Hann hefði þó ekki dugað til að bjarga liðinu frá falli vegna annara úrslita.

Leikmenn liðsins fengu hins vegar að vita af því um helgina að búið væri að taka þrjú stig af liðinu. Um var að ræða þrjú stig sem liðið fékk gegn Al-Nassr á heimavelli.

Jóhann Berg og félagar unnur þar sinn merkilegasta sigur á tímabilinu en varamarkvörður liðsins lék leikinn.

Var ákveðið í gær að hann hefði verið ólöglegur vegna þess að hann hefur einnig verið í hernum, er bannað að vera í tveimur störfum samkvæmt reglum sem fundust í gær.

Með stigunum þremur sem Al-Nassr fékk í gær komst liðið inn í Meistaradeild Asíu. Samningur Jóhanns við Al-Orobah er á enda og óvíst er hvað gerist hjá landsliðsmanninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar