Ruben Amorim hefur rætt við leikmenn Manchester United og tjáð þeim að hann verði áfram við stjórnvölin á næsta tímabili.
Amorim tók við taumunum í nóvember á síðasta ári en gengi liðsins versnaði verulega eftir komu hans frá Portúgal.
United komst í úrslitaleik Evrópudeildarinnar en tapaði 1-0 gegn Tottenham í vikunni.
Samkvæmt Athletic ætlar Amorim að reyna aftur næsta vetur en mun breyta leikmannahópnum verulega.
Athletic segir að Amorim hafi til að mynda rætt við Alejandro Garnacho og sagt Argentínumanninum að finna sér nýtt félag.
Kobbie Mainoo er annar leikmaður sem gæti farið en það væri til að styrkja fjárhag félagsins fyrir sumargluggann.