Sunderland mun leika í ensku úrvalsdeildinni á ný á næsta tímabili eftir leik við Sheffield United í dag.
Leikið var á Wembley klukkan 14:00 í dag en Sunderland vann þennan leik á mjög dramatískan hátt.
Sheffield hafði komist yfir á 25. mínútu í úrslitaleiknum í umspilinu og hélt þeirri stöðu í langan tíma.
Eliezer Mayenda jafnaði metin fyrir Sunderland á 76. mínútu og leit út fyrir að liðin myndu fara í framlengingu.
Ungur strákur að nafni Tom Watson tryggði Sunderland hins vegar sigur á 95. mínútu og kom liðinu aftur í efstu deild en liðið var fyrir ekki svo löngu í C deildinni.