James Wilkes stuðningsmaður Charlton stal senunni þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik um laust sæti í næst efstu deild.
Wilkes reif sig úr að ofan þegar Charlton tryggði sér miða í úrslitaleikinn á dögunum og hefur öðlast mikla frægð eftir það.
Wilkes segist stoltur af því. „Þetta gerðist bara í augnablikinu, ég var ekkert að hugsa. Ég var bara að fagna,“ sagði Wilkes við Daily Star.
This is what footballs about! Charlton fan enjoyed that goal! 😂😂 go on lad!! #Playoffs pic.twitter.com/2aTrKP7Fg9
— liam (@lwestlake7) May 15, 2025
„Ég hefði nú gert eitthvað annað ef þetta væri planað, ég virka ansi feitur þarna. Þetta var bara augnablikið.“
Wilkes segist stoltur af brjóstunum og stóru bumbunni sinni. „Það eru ekki margir karlmenn sem geta lagt bumbuna á járnstöngina í stúkunni til að hvíla sig. Ég er bara heppin.“
Hann verður mættur á úrslitaleikinn á sunnudag þar sem Charlton og Leyton Orient mætast í leik um sæti í Championship deildinni.