Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir er gengin í raðir Angel City í Los Angeles í Bandaríkjunum. Skrifar hún undir tveggja og hálfs árs samning.
Sveindís, sem er 23 ára gömul, kemur frá Wolfsburg í Þýskalandi, þar sem hún náði frábærum árangri. Varð hún bikarmeistari öll tímabilin sín þar og þýskur meistari einu sinni, auk þess sem hún fór í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með liðinu einu sinni.
Deildin í Bandaríkjunum er í fullum gangi og er Angel City í sjöunda sæti af fjórtán liðum eftir níu leiki.
📰 #AngelCityFC has signed Iceland Women’s National Team forward Sveindís Jónsdóttir to a two-and-a-half-year contract through 2027. Jónsdóttir comes to Angel City as a free agent.
Learn more: https://t.co/ncVt0nUR4D pic.twitter.com/bNHfpdgZ2q— Angel City FC (@weareangelcity) May 21, 2025