Adolf Daði Birgisson í Stjörnunni hefur oftast brotið af sér það sem af er móti í Bestu deild karla.
Nú er um fjórðungur búinn af deildinni, en Fotmob heldur utan um helstu tölfræði. Samkvæmt síðunni brýtur Adolf, sem hefur byrjað einn leik í deildinni, að meðaltali 4,5 sinnum í leik.
Guðmundur Andri Tryggvason í KR kemur þar á eftir með 3,8 brot og svo Freyr Sigurðsson í Fram.
Flestu brotin að meðaltali á 90 mínútum
1. Adolf Daði Birgisson (Stjarnan) – 4,5
2. Guðmundur Andri Tryggvason (KR) – 3,8
3. Freyr Sigurðsson (Fram) – 3,6
4. Vladimir Tufegdzic (Vestri) – 3,3
5. Dagur Ingi Valsson (KA) – 3,1