fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Mikael tekur Óskar Hrafn til bæna eftir helgina – „Ég nenni ekki að vera með barnið mitt úti í 10 ár að detta af hjólinu“

433
Mánudaginn 19. maí 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson fyrrum þjálfari KFA og mikill stuðningsmaður KR er ósáttur með að Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR ætli ekki að verjast þegar þörf er á í leikjum.

Óskar hefur talað mikið í upphafi móts um það að KR muni bara spila sóknarfótbolta og aldrei bakka frá því.

KR tapaði 4-3 gegn Aftureldingu í gær en mikið fjör er í leikjum liðsins.

„Þegar þú spilar frábæran fótbolta eins og KR gerði á köflum í gær, Aron Sig í fyrri hálfleik, ég man ekki eftir að hafa séð svona frammistöðu hjá manni í leik hér heima,“ sagði Mikael í Þungavigtinni í dag.

„Þegar þú spilar svona frábæran fótbolta eins og KR gerði á köflum og komnir í 2-0, þú veist að í fótbolta. Óskar veit meira en flestir um fótbolta, ég hef talað við hann um fótbolta frá 1982. Þú veist að í öllum leikjum þarftu að þjást.“

„Fullt af liðum spila frábæran fótbolta og það gengur vel, þá færðu ekki mörg færi á þig. Hvað er að því að spila frábæran fótbolta en að verjast aðeins líka? Ég vil spyrja Óskar, Hann hringir eflaust í mig á eftir.“

Mikael greip svo í frasa sem Óskar notaði um daginn að detta af hjólinu.

„AF hverju bara leið eitt? Ef barnið þitt dettur af hjólinu, þá verður það að standa upp og hjóla aftur. Ég nenni ekki að vera með barnið mitt úti í 10 ár að detta af hjólinu, það er ekki hægt að detta alltaf aftur af hjólinu. KR er búið að gefa Breiðablik og Aftureldingu fjögur stig og tapa sjálfir fimm stigum, báðir leikir sem þeir eiga að vinna.“

„KR voru stórkostlegir, í stöðunni 3-2 þá vissi ég að KR myndi tapa leiknum. Ég sá í hvað stefndi, sá hvernig varnarleikurinn var.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“