Englandsmeistarar Liverpool töpuðu gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, um er að ræða leik í 37. umferð.
Harvey Elliott yfir áður en Yasin Ayari jafnaði fyrir heimamenn.
Dominik Szoboszlai kom Liverpool aftur yfir í lok fyrri hálfleiks og þar við sat í þeim fyrri.
Heimamenn í Brighton voru sterkari í síðari hálfleiknum þar sem Karou Mitoma og Jack Hinshelwood skoruðu og tryggðu 3-2 sigur.
Brighton fer upp í áttunda sæti deildarinnar með sigrinum en Liverpool er fyrir löngu búið að vinna deildina.