Liam Delap framherji Ipswich fundaði með forráðamönnum Manchester United í dag. Mætti hann á Old Trafford til fundar.
Athletic segir frá og segir að Ipswich hafi gefið Delap leyfi til að fara til fundarins.
Chelsea og fleiri lið munu hafa áhuga á Delap og ætlar hann einnig að funda með þeim.
Sagt er að Delap sé spenntur fyrir því að fara til Manchester United en hann vildi fá að vita meira um plön félagsins.
Delap kostar 30 milljónir punda í sumar eftir fall Ipswich en hann hefur skorað 12 mörk í deildinni í ár.