Relevo á Spáni segir frá því að Barcelona sé með eitt aðal skotmark fyrir næsta tímabil og er það sóknarmaður Liverpool.
Um er að ræða Luis Diaz, leikmanns enska liðsins, sem er samningsbundinn Liverpool til ársins 2027.
Það hefur mikið verið talað um Diaz undanfarnar vikur og hans framtíð hjá enska félaginu. Hann er talinn kosta í kringum 80 milljónir evra.
Relevo segir að Barcelona sé með Diaz númer eitt á sínum lista fyrir næsta tímabil og eru litlar líkur á að Kólumbíumaðurinn hafni boðinu ef það skyldi koma.
Deco, yfirmaður knattspyrnumála Barcelona, staðfesti það í vikunni að það þyrfti að styrkja sóknarlínu liðsins fyrir næsta vetur.