Cesc Fabregas hefur staðfest það að hann sé búinn að ræða við önnur félög sem hafa áhuga á að ráða hann til starfa sem þjálfara.
Fabregas er stjóri Como í efstu deild á Ítalíu og hefur gert mjög góða hluti þar – lið eins og Bayer Leverkusen hafa horft til Spánverjans.
Fabregas hefur rætt við félög í öðrum löndum en virðist aðeins hafa áhuga á að halda starfi sínu áfram á Ítalíu.
Goðsögnin er ánægð með stefnu ítalska liðsins og er ekki að leitast eftir því að komast burt.
,,Ég ræddi við félagið og við náðum saman. Ég er mjög ánægður hérna,“ sagði Fabregas um eigin stöðu.
,,Það er rétt að ég hafi rætt við önnur félög, ég kem hreint fram og sýni virðingu – ég ræði við þá aðila sem heyra í mér.“