Fyrrum sóknarmaðurinn Paul Dickov er á því máli að Marcus Rashford eigi að leitast eftir því að yfirgefa Manchester United í sumar.
Rashford er í dag í láni hjá Aston Villa og hefur spilað ágætlega eftir að hafa samið við félagið í janúar.
Ruben Amorim, stjóri United, virðist ekki hafa áhuga á að nota Rashford sem er uppalinn hjá félaginu og er í fyrsta sinn að reyna fyrir sér annars staðar.
Dickov telur að það sé best fyrir Rashford að finna sér nýtt heimili í sumar þar sem hann henti ekki leikstíl Amorim.
,,Frá mínu stjónarhorni þá er eins og hann henti þessu kerfi ekki. Ruben Amorim mun spila eins og hann vill spila og það er ansi augljóst að Marcus hentar honum ekki,“ sagði Dickov.
,,Ég held að Marcus sem er frábær leikmaður þurfi að komast á nýjan stað og koma ferlinum aftur í gang, hvort sem það sé hjá Villa eða öðru liði.“