Fulham hefur ákveðið að framlengja samning sóknarmannsins Raul Jimenez sem hefði orðið samningslaus í sumar.
Samningur hans er framlengdur um eitt ár en Jimenez hefur skorað 11 mörk fyrir Fulham á þessu tímabili.
Mexíkaninn kom til Fulham 2023 frá Wolves og er að eiga gott tímabil en hann er með 13 mörk í öllum keppnum eftir aðeins sjö mörk á síðsta tímabili.
Jimenez er 34 ára gamall og gerir sér miklar vonir um að spila með þjóð sinni á HM 2026 á næsta ári.
Samtals hefur Jimenez skorað 21 mark í 71 leik fyrir Fulham en fyrir það gerði hann 40 mörk í 122 leikjum fyrir Wolves.