Bayer Leverkusen náði í raun ótrúlegu afreki í gær er liðið gerði 2-2 jafntefli við Mainz í lokaumferðinni í Þýskalandi.
Leverkusen vann deildina taplaust á síðustu leiktíð en fékk aðeins 69 stig á þessu tímabili og endar í öðru sæti.
Bayern Munchen vann deildina sannfærandi með 82 stig og tapaði tveimur leikjum á meðan Leverkusen tapaði þremur.
Leverkusen gerði hins vegar 12 jafntefli gegn sjö en náði að spila annað tímabilið í röð án þess að tapa á útivelli.
Það er frábær árangur en allir þrír tapleikir liðsins voru heima og sá síðasti tapaðist 2-4 gegn Dortmund.