Lazio mun í sumar þurfa að ganga frá kaupum á Nuno Tavares frá Arsenal. Hefur hann verið á láni á þessari leiktíð.
Lazio þarf að borga 9 milljónir punda fyrir vinstri bakvörðinn.
Hann hefur í reynd staðið sig frábærlega hjá Lazio en hann fann ekki taktinn hjá Arsenal.
Arsenal hefur að auki klásúlu um prósentu af næstu sölu en fær í sumar 1,5 milljarð inn á bókina sína.
Albert Sambi-Lokonga sem hefur verið á láni hjá Sevilla en snýr aftur til Arsenal í sumar, spænska félagið hefur ekki áhuga á að kaupa.