Manchester United er tilbúið að selja Marcus Rashford á 40 milljónir punda í sumar, það er sá verðmiði sem félagið hefur skellt á hann.
Rashford er á láni hjá Aston Villa þar sem félagið hefur klásúlu um að kaupa Rashford á því verði.
Verði ekkert af þeim félagaskiptum verður verðmiðinn sá sami ef önnur félög hafa áhuga á Rashford.
Vandamálið gæti verið launapakki Rashford en hann er með 315 þúsund pund á viku hjá United og neitar að lækka þau kjör.
Aston Villa er talið borga 75 prósent af launum hans í dag en hann hefur verið orðaður við Barcelona og fleiri lið.