Florian Wirtz og hans fulltrúar hafa rætt við Liverpool um hugsanleg félagaskipti, ef marka má þýska blaðið Bild.
Þjóðverjinn er einn eftirsóttasti leikmaður heims, en hann er á mála hjá Bayer Leverkusen í Þýskalandi og hefur slegið í gegn þar undanfarin ár.
Mikið hefur verið fjallað um fund sem Wirtz og foreldrar hans áttu með Pep Guardiola, stjóra Manchester City, en Bild segir þau einnig hafa fundað með Liverpool.
Talað hefur verið um að City sé til í að greiða 126 milljónir punda fyrir Wirtz og þyrfti Liverpool að vera klárt í að greiða svipaða upphæð.
Wirtz hefur þá einnig verið orðaður við Bayern Munchen og Real Madrid.