Breyting hefur verið gerð á leik Stjörnunnar og Víkings í næstu umferð Bestu deildar karla.
Leikur Stjörnunnar og Víkings í Garðabænum, sem átti að fara fram næstkomandi sunnudag, 18. maí, hefur verið færður aftur um sólarhring.
Má fastlega gera ráð fyrir því að ástæðan sé sú að karlalið Stjörnunnar í körfubolta á heimaleik sama kvöld í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn við Tindastól.
Stjarnan er í sjötta sæti Bestu deildarinnar með 9 stig en Víkingur er á toppnum með 13.
Besta deild karla
Stjarnan – Víkingur R
Var: Sunnudaginn 18. maí kl. 19.15 á Samsungvellinum
Verður: Mánudaginn 19. maí kl. 19.15 á Samsungvellinum