Liam Delap hallast að því að ganga í raðir Manchester United í sumar, ef marka má Talksport.
Þessi 22 ára gamli framherji hefur gert 12 mörk fyrir nýliða Ipswich á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er fallið og hann líklega á förum í annað lið í deildinni.
Delap kom frá Manchester City fyrir þessa leiktíð og er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að fara á 30 milljónir punda eftir að fall Ipswich var staðfest.
Hefur Delap verið orðaður við lið eins og Chelsea og Newcastle, sem og United, en hallast nú að því að fara á Old Trafford.
United er í leit að framherja, en menn eins og Rasmus Hojlund og Joshua Zirkzee hafa ekki heillað mikið.