West Ham er að losa um mikla fjármuni í sumar en félagið staðfest að fjórir leikmenn séu að fara frítt frá félaginu. Fá þeir ekki boð um nýjan samning.
Aaron Cresswell, Lukasz Fabianski, Vladimir Coufal og Danny Ings fara allir í sumar.
Cresswell og Coufal hafa reynst félaginu afar vel sem bakverðir en þeirra tími í Lundúnum er á enda.
Ings hefur ekki fundið takt hjá West Ham en Fabianski hefur verið öflugur í markinu hjá liðinu.
Þetta gefur Graham Potter færi á að fara í breytingar en hann tók við þjálfun liðsins í vetur, gengið hefur verið mikil vonbrigði.