Forráðamenn Arsenal ætla ekki að lenda í því að missa William Saliba, besta varnarmann liðsins.
Þannig segja miðlar í Frakklandi að viðræður um nýjan samning séu komnar á fullt.
Saliba á tvö ár eftir af samningi sínum og staða Arsenal gæti orðið veik á næsta ári þegar ár verður eftir af samningi.
Þannig vill félagið framlengja samning Saliba núna en hann er 24 ára gamall.
Saliba er einn besti miðvörður í fótboltanum í dag en Real Madrid hefur sýnt því mikinn áhuga á að fá hann.