fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Úrræðagóður Torbjörn vekur heimsathygli – Skipti á fiski fyrir ómetanlega upplifun

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. maí 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norskur knattspyrnuáhugamaður skipti á 5 kílóum af fiski fyrir miða á leik Bodö/Glimt gegn Tottenham í undanúrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld.

Mikil eftirvænting er fyrir þessum seinni leik liðanna í norður-Noregi, en fyrri leiknum í London lauk með 3-1 sigri Tottenham.

Það komast þó mun færri að en vilja þar sem heimavöllur Bodö/Glimt tekur aðeins um 8 þúsund manns í sæti. Það komast því færri en 500 stuðningsmenn Tottenham að, þó svo að um um 50 þúsund hafi sóst eftir miða.

Torbjörn nokkur Eide, framkvæmdastjóri á fiskeldistöð, var sá sem bauð 5 kíló af fiski, sem metinn er á rúmar 30 þúsund krónur.

Oystein Aanes átti lausan miða og tók dílnum. Á hann því nóg af fiski næstu misserin.

Annar norskur maður, Nils Erik Oskdal, bauð í kjölfarið 5 kíló af hreindýrakjöti fyrir miða á leikinn. Því boði var einnig tekið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Logi fær íslenska dómara

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Elvar segir lætin milli Þorláks og Guðmundar hafa haldið áfram eftir að slökkt var á myndavélunum

Elvar segir lætin milli Þorláks og Guðmundar hafa haldið áfram eftir að slökkt var á myndavélunum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Afar þægilegt hjá Börsungum – Kairat manni fleiri nær allan leikinn en tókst ekki að skora

Afar þægilegt hjá Börsungum – Kairat manni fleiri nær allan leikinn en tókst ekki að skora
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hugsanlegt að breski öfgahægrimaðurinn hafi skemmt fyrir ísraelskum stuðningsmönnum

Hugsanlegt að breski öfgahægrimaðurinn hafi skemmt fyrir ísraelskum stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Blóðheiti Grikkinn stóð í göngunum og rak Ange beint eftir leik

Blóðheiti Grikkinn stóð í göngunum og rak Ange beint eftir leik