Stuðningsmenn Real Valladolid eru allt annað en sáttir með eiganda sinn, Ronaldo. Þessi fyrrum knattspyrnumaður frá Brasilíu er ekki vinsæll þar á bæ.
Ronaldo sem er eigandi félagsins hefur ekki mætt á heimaleik hjá liðinu síðan í ágúst og er liðið fallið úr La Liga.
Það var svo um helgina þar sem Ronaldo sást á veitingastað í Madríd, þar var karlinn búinn að fá sér vel í aðra tána.
Ronaldo þurfti aðstoð við að komast út í bíl þar sem margir stuðningsmenn Real Valladolid vildu ræða við hann.
Ronaldo gaf sér ekki tíma í það en Real Valladolid er með 16 stig og er í neðsta sæti deildarinnar. Krefjast stuðningsmenn félagsins að hann selji hlut sinn og hætti að koma að rekstri félagsins.
Fat Ronaldo drunk out his mind 😭 pic.twitter.com/LPiJk5oRRo
— A (@lconicCristiano) May 4, 2025