Mason Greenwood vill ólmur komast aftur til Englands og spila í ensku úrvalsdeildinni. Þessu halda ensku blöðin fram í dag.
Greenwood var seldur frá Manchester United síðasta sumar til franska liðsins Marseille. Var kaupverðið 26 milljónir punda.
Árið áður hafði Greenwood verið á láni hjá Getafe á Spáni, hann hefur ekki spilað með United eftir að hafa legið undir grun um hrottalegt ofbeldi í nánu sambandi.
Ensk blöð segja að Greenwood hafi notið þess fyrst um sinn að spila erlendis en vilji nú heim.
Hann vilji vera nær fjölskyldu og vinum, ljóst er að mörg lið munu skoða það að fá Greenwood sem hefur skorað 19 mörk í 33 leikjum í franska boltanum