Engin önnur en Natasha Bedingfield var mætt í búningsklefa Burnley í gær er liðið fagnaði sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Það er dágóður tími síðan Burnley tryggði sér sætið en lokaleikur tímabilsins fór fram í gær – liðið hafnar í öðru sæti deildarinnar.
Bedingfield er heimsfræg söngkona sem hóf störf árið 2001 en hún er frægust fyrir lagið Unwritten.
Unwritten var einmitt sungið í klefanum eftir lokaleikinn í gær þar sem allir leikmenn Burnleyu tóku undir.
Skemmtilegt myndband sem má sjá hér.
Get promoted to Premier League. Celebrate by singing Unwritten with Natasha Bedingfield in the locker room.
What a day for Burnley.
pic.twitter.com/6Pq7qspSxd— Barstool Sports (@barstoolsports) May 3, 2025