Það ríkir mikil reiði og sorg í Manchester borg þessa stundina eftir fréttir sem bárust af konu sem ber nafnið Marie Marron.
Marron hefur undanfarin 47 ár starfað fyrir Manchester United á bakvið tjöldin en hún hóf störf 1978.
Jim Ratcliffe, nýr eigandi United, hefur verið að taka til hjá félaginu og hafa margir misst starfið eftir hans komu á síðasta ári.
Enginn á Old Trafford hefur verið lengur hjá félaginu en Marron sem mun láta af störfum eftir tímabilið.
Marron hefur séð um að skipuleggja hlutina fyrir United liðið á útileikjum liðsins og ferðaðist með til Spánar í leik gegn Athletic Bilbao á fimmtudag.
Hún sá til að mynda um öll plön félagsins árið 1999 er liðið vann þrennuna og hefur þótt sinna starfi sínu mjög fagmannlega í mörg, mörg ár.
Ratcliffe og hans teymi hafa þó tekið ákvörðun um að láta Marron fara og fer hún sömu leið og Kath Phipps sem starfaði hjá félaginu í 55 ár áður en hún fékk sparkið.
Stuðningsmenn Manchester United eru sorgmæddir að heyra af þessum fréttum og standa með Marron og öðrum sem hafa fylgt félaginu til margra ára.
,,Þetta er sorglegt. Bara sorglegt. Þessi moldríki hálfviti er að leika sér með fólkið. Þessir peningar skipta hann engu máli,“ skrifar einn.
Annar bætir við: ,,Þín verður sárt saknað Marie. Ef við mættum velja þá yrðir þú áfram og Ratcliffe færi aftur til Frakklands. Ömurleg vinnubrögð.“