fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
433Sport

Mikil reiði eftir ákvörðun eins ríkasta manns heims: Rekin eftir 47 ár í starfinu – ,,Þessi moldríki hálfviti er að leika sér með fólkið“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 4. maí 2025 12:30

Sir Jim Ratcliffe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ríkir mikil reiði og sorg í Manchester borg þessa stundina eftir fréttir sem bárust af konu sem ber nafnið Marie Marron.

Marron hefur undanfarin 47 ár starfað fyrir Manchester United á bakvið tjöldin en hún hóf störf 1978.

Jim Ratcliffe, nýr eigandi United, hefur verið að taka til hjá félaginu og hafa margir misst starfið eftir hans komu á síðasta ári.

Enginn á Old Trafford hefur verið lengur hjá félaginu en Marron sem mun láta af störfum eftir tímabilið.

Marron hefur séð um að skipuleggja hlutina fyrir United liðið á útileikjum liðsins og ferðaðist með til Spánar í leik gegn Athletic Bilbao á fimmtudag.

Hún sá til að mynda um öll plön félagsins árið 1999 er liðið vann þrennuna og hefur þótt sinna starfi sínu mjög fagmannlega í mörg, mörg ár.

Ratcliffe og hans teymi hafa þó tekið ákvörðun um að láta Marron fara og fer hún sömu leið og Kath Phipps sem starfaði hjá félaginu í 55 ár áður en hún fékk sparkið.

Stuðningsmenn Manchester United eru sorgmæddir að heyra af þessum fréttum og standa með Marron og öðrum sem hafa fylgt félaginu til margra ára.

,,Þetta er sorglegt. Bara sorglegt. Þessi moldríki hálfviti er að leika sér með fólkið. Þessir peningar skipta hann engu máli,“ skrifar einn.

Annar bætir við: ,,Þín verður sárt saknað Marie. Ef við mættum velja þá yrðir þú áfram og Ratcliffe færi aftur til Frakklands. Ömurleg vinnubrögð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hrafnkell varpar sprengju í umræðuna um íslensku landsliðskonuna

Hrafnkell varpar sprengju í umræðuna um íslensku landsliðskonuna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Klára tímabilið með 111 stig – Benoný nýtti tækifærið

Klára tímabilið með 111 stig – Benoný nýtti tækifærið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leeds vann deildina og Guðlaugur Victor féll – Luton féll annað árið í röð

Leeds vann deildina og Guðlaugur Victor féll – Luton féll annað árið í röð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Arsenal tapaði heima

England: Arsenal tapaði heima
433Sport
Í gær

Sorgmæddir eftir að hafa heyrt af brottförinni – ,,Stundum er það þannig í lífinu“

Sorgmæddir eftir að hafa heyrt af brottförinni – ,,Stundum er það þannig í lífinu“
433Sport
Í gær

Opinn fyrir því að framlengja á Anfield

Opinn fyrir því að framlengja á Anfield