Jorge Jesus er búinn að segja skilið við lið Al-Hilal sem er í efstu deild Sádi Arabíu og situr í öðru sæti efstu deildar.
Jesus er reynslumikill þjálfari og gerði góða hluti með Benfica á sínum tíma en hann ku vera að taka við brasilíska landsliðinu.
Al-Hilal er úr leik í Meistaradeildinni í Asíu eftir tap gegn Al-Ahli en getur enn unnið deildina heima fyrir.
Liðið er þó ekki í kjörstöðu og er sex stigum á eftir Al-Ittihad þegar fimm umferðir eru eftir.
Al-Hilal er því í leit að nýjum stjóra og hefur Carlo Ancelotti til dæmis verið orðaður við stöðuna en hann er hjá Real Madrid í dag.