Wrexham er víst búið að gefast upp á að fá til sín fyrrum enska landsliðsmanninn Jamie Vardy en frá þessu greinit TEAMtalk.
Vardy hefur sterklega verið orðaður við Wrexham síðustu vikur en hann hefur ákveðið að yfirgefa lið Leicester eftir 13 ár hjá félaginu.
Vardy er 38 ára gamall og gæti vel hjálpað Wrexham sem spilar í næst efstu deild Englands næsta vetur í fyrsta sinn.
Í sömu fréttum er greint frá því að Wrexham hafi sýnt Vardy áhuga um tíma en horfir nú frekar á Patrick Bamford, framherja Leeds.
Leeds er á leið í efstu deild á nýjan leik og átti Bamford þá afskaplega lélegt tímabil og skoraði ekki mark í 17 deildarleikjum.
Bamford þekkir það að spila í næst efstu deild og skora mörk og er sagður efstur á óskalista Wrexham fyrir næsta tímabil.