fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Viðurkennir að Liverpool sé á öðrum stað í dag – Vonar að stjórnin taki þá til fyrirmyndar í sumar

Victor Pálsson
Laugardaginn 3. maí 2025 11:11

Maresca og Reece James.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enzo Maresca hvetur stjórn Chelsea í að sækja reynslumeiri leikmenn í sumar til að hjálpa félaginu að berjast um toppsætið í ensku úrvalsdeildinni.

Maresca hefur gert ágætis hluti með ungt lið Chelsea í vetur en hann var beðinn um að bera sína menn saman við Liverpool fyrir leik liðanna á sunnudag – Liverpool hefur tryggt sér titilinn þetta árið.

Maresca segir að munurinn sé reynsla leikmanna en Chelsea er með yngsta leikmannahópinn í úrvalsdeildinni og hefur verið í töluverðu basli undanfarnar vikur.

,,Munurinn á okkur og Liverpool er stöðugleiki. Á köflum höfum við verið mjög góðir en svo byrjuðum við að tapa nokkrum leikjum. Það er líklega munurinn,“ sagði Maresca.

,,Þetta tengist einnig reynslumeiri leikmönnum sem vita hvernig á að vinna leiki. Liverpool er á allt öðrum stað en við þegar kemur að reynslumiklum leikmönnum.“

,,Það er fyrir víst að ef þú vilt komast nær toppliðunum þá þarftu að horfa í það að fá inn leikmenn sem eru með reynslu á stærsta sviðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
EM: Noregur vann Sviss
433Sport
Í gær

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi
433Sport
Í gær

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“