Manchester United mun svo sannarlega frá samkeppni í sumar ef félagið ætlar að reyna við varnarmanninn Jonathan Tah.
Tah hefur staðfest það að hann sé fáanlegur í sumar en hann er að yfirgefa Bayer Leverkusen í Þýskalandi.
Tah er fáanlegur á frjálsri sölu í sumar en hann er orðaður við allavega þrjú stórlið til viðbótar.
Bild greinir frá því að Bayern Munchen, Barcelona og Real Madrid hafi öll áhuga á að semja við leikmanninn í sumar.
Það myndi gera mikið fyrir United í kapphlaupinu ef liðinu tekst að vinna Evrópudeildina í sumar og þar með tryggja Meistaradeildarsæti fyrir næsta tímabil.
Tah er 29 ára gamall og spilar í miðverði en hann hefur reynst Leverkusen gríðarlega vel undanfarin ár.