Scott McTominay er miklu betri leikmaður í dag en hann var hjá Manchester United að sögn Antonio Conte, stjóra Napoli.
Conte hefur náð að koma McTominay almennilega af stað á Ítalíu en hann var áður í varahlutverki á Old Trafford og var seldur í fyrra.
McTominay er 28 ára gamall í dag og spilar á miðjunni en hans menn í Napoli eru líklegir í að vinna titilinn í Serie A á tímabilinu.
,,Að mínu mati er McTominay betri leikmaður í dag en þegar hann kom frá United. Hann hefur þroskast mikið,“ sagði Conte.
,,Ég held að hann viti það sjálfur að hann sé sterkari og klárari leikmaður en áður. Hann er að nálgast þann mikilvæga aldur þar sem hann áttar sig á hversu langt hann getur komist því hann hefur alltaf verið í miðjunni.“
,,Hann var aldrei lykilmaður hjá United annað en hjá okkur og vegna vinnunnar er hann mun sterkari á öllum sviðum.“