Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segist hafa fengið ákveðið ‘sjokk’ fyrir leik sinna manna gegn Paris Saint-Germain í vikunni.
Arsenal tapaði 0-1 heima gegn þeim frönsku í Meistaradeildinni en um var að ræða fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
Arteta átti erfitt með að átta sig á öllum þeim meiðslum sem Arsenal glímir við og nafngreindi sjö leikmenn sem voru ekki til taks.
,,Ég var gapandi fyrir leikinn gegn PSG því ég gekk inn í búningsklefann og ég sá alla þessa leikmenn sitja hlið við hlið,“ sagði Arteta.
,,Takehiro Tomiyasu, Riccardo Calafiori, Gabriel, Thomas Partey, Kai Havertz, Gabriel Jesus og svo Jorginho. Þetta eru leikmenn sem geta byrjað og við erum ekki með þá!“