Claudia Kowalczyk er gjarnan kölluð „drottning twerksins“ og ekki að ástæðulausu. Hún vann enn eitt mótið í sinni grein á dögunum.
Claudia er unnusta Jakub Kiwior, leikmanns Arsenal, sem hefur heldur betur þurft að taka á honum stóra sínum undanfarið í varnarlínunni, í kjölfar meiðsla Brasilíumannsins Gabriel.
Utan vallar styður hann svo Claudiu til dáða og vann hún til að mynda stórt Twerk-mót í Englandi nú á dögunum. Fyrir nokkrum árum komst Claudia svo í undanúrslit Evrópumótsins í twerki.
Það er spurning hvort hún geti veitt manni sínum innblástur fyrir ansi mikilvægan leik Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Paris Saint-Germain á miðvikudag, en franska liðið leiðir 1-0 eftir fyrri leikinn.