fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Óánægður með stórstjörnuna: Mikil vandamál utan vallar – ,,Hefði átt að vinna Ballon d’Or“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 1. maí 2025 16:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neymar, leikmaður Santos í Brasilíu, hefur fengið alvöru sneið frá fyrrum franska landsliðsmanninum Emmanuel Petit.

Neymar er fyrrum leikmaður liða eins og Barcelona og PSG og var á sínum tíma talinn efnilegasti leikmaður heims.

Brassinn hefur oft verið ásakaður um leti og áhugaleysi síðustu ár en hann er 33 ára gamall og leikur í heimalandinu.

,,Ég er mikill aðdáandi gæða Neymar, hann var einu sinni svo magnaður leikmaður en komst aldrei á þann stað sem hann hefði átt að komast á,“ sagði Petit.

,,Hann hefði átt að vinna Ballon d’Or og vera borinn saman við Lionel Messi og Cristiano Ronaldo og taka við af þeim. Þú getur kennt meiðslum hans og lífstíl um en hann stóðst ekki væntingarnar.“

,,Hann var með svo mikil gæði en glímdi við mikil vandamál utan vallar svo ég get ekki borið hann saman við Rivaldo.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skaut Dyche á forvera sinn í fyrsta viðtalinu?

Skaut Dyche á forvera sinn í fyrsta viðtalinu?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Matti Villa í nýtt hlutverk

Matti Villa í nýtt hlutverk