Newcastle hefur fengið afskaplega slæmar fréttir fyrir lokasprettinn í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta gæti haft áhrif á gengi Newcastle í ensku úrvalsdeildinni en liðið er í harðri baráttu um að komast í Meistaradeildina.
Útlit er fyrir að miðjumaðurinn Joelinton verði frá út tímabilið vegna hnémeiðsla sem er mikið áfall fyrir félagið.
Joelinton er lykilmaður í liði Newcastle en hann hefur glímt við svipuð hnémeiðsli fyrr á þessu tímabili.
Um er að ræða 28 ára gamlan leikmann sem meiddist einnig á hné í febrúar.