fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Situr undir hótunum frá hátt settum aðilum eftir að hafa sagt frá spillingu sem tengdist sjónvarpssamningi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðili frá FIFA hefur hótað því að fara í mál við hlaðvarpið Upshot vegna þess hvernig þeir fjölluðu um málefni FIFA og Heimsmeistaramótið sem fram fer í Sádí Arabíu árið 2034.

Á dögunum fjallaði hlaðvarpið um það hvernig aðilar frá Sádí Arabíu hafi í raun keypt sér atkvæði til að fá mótið.

„Hann sagðist vinna fyrir FIFA, við ræddum um það hvernig peningar flæddu inn í Heimsmeistaramót félagsliða og Sádarnir fengu HM. Ég sagði honum að FIFA væri spillt.“

„Hann varð reiður þegar ég sagði honum að þetta væri mín heiðarlega skoðun, hann sagði að næst fengi ég bréf frá FIFA sem tek sem hótun um málsókn,“ sagði stjórnandi Upshot.

Sjónvarpssamningur vegna Heimsmeistaramóts félagsliða hefur vakið athygli og þá sérstaklega í Bretlandi. Enginn áhugi var á því að kaupa mótið sem fram fer í Bandaríkjunum í sumar, Sky, BBC og fleiri höfðu engan áhuga á að borga fyrir mótið.

ITV bauðst til að taka mótið en vildi ekki borga krónu fyrir réttinn á því, var þetta áfall fyrir FIFA sem er að setja púður í keppnina.

DAZN sem er öflug streymisveita mætti þá og bauð 1 milljarð dollara í réttinn í Englandi, vakti þetta nokkra athygli.

Nokkrum dögum áður hafði DAZN fengið milljarð dollara frá ríkisstjórn Sádí Arabíu, er þetta sagt tengjast sterkum böndum.

Þegar FIFA hafði samþykkt tilboð DAZN með peningum frá Sádí Arabíu var leiðin greið, því nokkrum dögum síðar var svo staðfest að Heimsmeistaramótið árið 2034 fer fram í Sádí Arabíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mögnuð tölfræði undirstrikar yfirburði Liverpool – Kemur mörgum á óvart hvaða lið er í öðru sæti

Mögnuð tölfræði undirstrikar yfirburði Liverpool – Kemur mörgum á óvart hvaða lið er í öðru sæti
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mourinho vill versla frá Liverpool í sumar

Mourinho vill versla frá Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Högg fyrir Manchester United

Högg fyrir Manchester United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Myndir af máltíð sem var til sölu vekja óhug meðal netverja – „Þetta er nánast á lífi“

Myndir af máltíð sem var til sölu vekja óhug meðal netverja – „Þetta er nánast á lífi“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi
433Sport
Í gær

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi