fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Rooney segir hræðslu og ótta að ná aldrei yfir línuna hafa einkennt andrúmsloftið í London í gær

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 08:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney telur að hugarfarið og hræðslan hafa orsakað tap Arsenal gegn PSG í Meistaradeild Evrópu í gær. Paris Saint-Germain vann ansi sterkan útisigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Gestirnir byrjuðu leikinn mun betur og kom Ousmane Dembele þeim yfir á 4. mínútu. Lið Arsenal vaknaði aðeins til lífsins þegar leið á fyrri hálfleik og kom Mikel Merino boltanum í netið snemma í þeim seinni. Var markið þó dæmt af vegna rangstöðu.

Meira var ekki skorað í leiknum og sanngjarn 0-1 sigur PSG staðreynd, en Arsenal komst aldrei almennilega í takt við leikinn og hefði sigur Frakkanna getað orðið stærri miðað við færin í restina. Seinni leikurinn fer fram í París á miðvikudaginn í næstu viku og er verk að vinna fyrir Arsenal.

GettyImages

„PSG var miklu betra liðið, taktíkin þeirra var frábær. Þeir vissu hvenær átti að pressa og hvenær átti að fara niður, þeir hefðu getað unnið með tveimur til þremur mörkum,“ sagði Rooney.

„Ég var svekktur með hvernig Arsenal spilaði og stuðningsmennina líka. Gegn Madríd voru þeir frábærir en í þessum leik heyrðist varla í þeim.“

„Leikmennirnir þurfa hjálp, ef þeir hefðu komið með sömu orku og gegn Madríd þá hefði það hjálpað.“

„Arteta reyndi að vera jákvæður en það er andleg hræðsla hérna að koma þessu ekki yfir línuna. Það er ótti, þeir hafa verið nálægt Liverpool og Manchester City en aldrei komist yfir línuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Situr undir hótunum frá hátt settum aðilum eftir að hafa sagt frá spillingu sem tengdist sjónvarpssamningi

Situr undir hótunum frá hátt settum aðilum eftir að hafa sagt frá spillingu sem tengdist sjónvarpssamningi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Börsungar tilbúnir að taka Rashford en munu ekki borga uppsett verð

Börsungar tilbúnir að taka Rashford en munu ekki borga uppsett verð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Var talinn á leið til Manchester en gæti nú endað í Liverpool

Var talinn á leið til Manchester en gæti nú endað í Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Danskur kantmaður í raðir Víkings

Danskur kantmaður í raðir Víkings
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Öflugur sigur hjá U16 ára landsliðinu

Öflugur sigur hjá U16 ára landsliðinu
433Sport
Í gær

Mun Arsenal kaupa sóknarmann í vanda frá Chelsea í sumar?

Mun Arsenal kaupa sóknarmann í vanda frá Chelsea í sumar?
433Sport
Í gær

FH staðfestir komu Dags Fjeldsted frá Breiðablik – Hafa forkaupsrétt í lok tímabils

FH staðfestir komu Dags Fjeldsted frá Breiðablik – Hafa forkaupsrétt í lok tímabils
433Sport
Í gær

Landsliðið mætir Egyptalandi og Kólombíu í áhugaverðum leikjum í sumar

Landsliðið mætir Egyptalandi og Kólombíu í áhugaverðum leikjum í sumar